Listakonan Sunneva Ása Weisshappel, sambýliskona kvikmyndagerðarmannsins Baltasars Kormáks, birti á Instagram flottar myndir af sér með Baltasari í hestaferð.
Eins og stendur er Sunneva í London og virðist sakna hestaferðanna, skiljanlega, enda fátt skemmtilegra en að sitja íslenskan hest í fagurri náttúru landsins.
Hún skrifar á síðuna um það hversu þakklát hún er fyrir að geta unnið með sambýlismanni sínum:
„Ófærð 3 er komin út sem er okkar annað samstarf í kvikmyndagerð. Það er draumur að geta unnið saman með listræna sýn, virðingu og traust að leiðarljósi.
Takk kæra ART Department og RVK Studios fyrir samstarfið, fagleg vinnubrögð, félagsskapinn og fallega uppskeru. Lengi lifi listin.“