- Auglýsing -
Sumardagurinn fyrsti var í gær eins og allir vita. Margir tóku upp á því að birta sumarlegar ljósmyndir af sér á samfélagsmiðlunum og auðvitað lét Svala Björgvins sig ekki vanta.
Söngdívan Svala birti ljósmynd af sér á Instagram þar sem hún sést brosa sínu breiðasta og sýna glæsileg húðflúr sín. Við myndina skrifaði hún (í íslenskri þýðingu): „Sumarstemmning í loftinu“ og hver erum við að mótmæla því?