Svala Fanney Snædahl Njálsdóttir komst heim fyrir páska eins og hún lofaði en hún veiktist snögglega fyrir stuttu og lá inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Sjá einnig: Svala veiktist hratt og á nú erfitt með gang: „Þakka ykkur kærlega fyrir allar fallegu kveðjurnar“
Grunnskólakennarinn og áhrifavaldurinn Svala Fanney Snædahl veiktist snögglega fyrir rúmlega viku síðan, en Mannlíf fjallaði um málið um helgina. Eftir að hafa fengið flensu fór Svala að missa mátt í fótunum og hreyfigetu og stuttu síðar hætti hægri hönd hennar að hlýða henni. Fór svo að Svala fór á bráðamóttökuna á Sjúkrahúsi Akureyrar þar sem hún fór í alls kyns rannsóknir en hún lofaði fylgjendum sínum á Instagram og sjálfri sér að hún skyldi komast heim fyrir páska. Og henni tókst það enda harðjaxl af dýrari gerðinni.
Svala birti myndskeið á Instagram þar sem hún sést ganga út af Sjúkrahúsi Akureyrar og ferðast heim til Grenivíkur. Við færsluna skrifaði hún texta þar sem hún segir hvað hafi komið út úr rannsóknunum og hvað sé nú framundan. Færsluna má lesa hér fyrir neðan en myndbandið er svo neðst.
„Eftir 8 daga á sjúkrahúsi var ég útskrifuð og er komin heim á víkina mína fögru!!
Ég veiktist af flensu og í kjöfarið af bráðum fjöltaugakvilla (polyneuropathy) sem veldur truflun á starfsemi margra tauga í senn og veldur m.a. náladofa, taugaverkjum og máttleysi í höndum og fótum..
Ég verð í eftirliti hjá taugalækni en góðu fréttirnar eru að svona gengur yfirleitt tilbaka að mestu eða öllu leyti🙏🏻
Framundan er endurhæfing sem mun vafalaust reyna á þolinmæðina en ég er bjartsýn og ætla að klára þetta langhlaup á mínum hraða 💪🏻😊
Ég svo innilega þakklát fyrir fólkið mitt besta, starfsfólkið á sjúkrahúsinu sem hugsaði vel um mig og bara lífið sjálft.
Lífið er núna svo höfum gaman, njótum og verum góð við hvert annað✨💖“