Svala Karítas Björgvinsdóttir birti baksviðsmynd af sér með bróður sínum, Krumma, eftir geggjaða tónleika Mínus á dögunum.
Söngdívan Svala Björgvins birti skemmtilega ljósmynd af sér með Krumma, bróður sínum, á Instagram í fyrradag. Myndin var tekin baksviðs á tímamótatónleikum hljómsveitarinnar Mínus, sem hélt tónleika eftir 18 ára hlé. Við færsluna skrifaði Svala eftirfarandi texta:
„Baksviðs með Krumma bró eftir sturlaða tónleika hjá Mínus. Að horfa á þá performa saman í fyrsta skipti í 18 ár var gjörsamlega tryllt og svo fallegt móment sem við í salnum munum aldrei gleyma💜 svo stolt af þér bró og Bjarna, Bjōssa, Frosta og Þresti.“
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2024/05/Svala-og-Krummi.jpg)
Ljósmynd: Instagram-skjáskot