Ein af óskadætrum þjóðarinnar, Svala Karítas Björgvinsdóttir söngdíva birti glæsilega mynd af sér í gullfallegum kjól á Instagram í gær.
Söngkonan ástsæla, Svala Björgvinsdóttir þótti standa sig einstaklega vel síðustu jólatónleikum föður hennar, Björgvins Halldórssonar en fjölmargir fengu gæsahúð og fjaðrir við flutning hennar á tónleikunum. Eins og svo oft áður hefur hún um margt að snúast þessa dagana en hún vinnur nú að nýrri tónlist sem aðdáendur hennar bíða með óþreyju.
Í gær birti hún ljósmynd af sér á Instagram í gullfallegum svörtum kjól og skrifaði við myndina: „Ég ætti að klæðast svona á hverjum degi“. Aðdáendur hennar hefðu örugglega ekkert á móti því. Hér má sjá hina fallegu mynd: