Þriðjudagur 14. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Svindlað á Tinder-svindlaranum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Hinn frægi flagari og fjárdráttarkóngur Simon Leviev, sem varð heimsfrægur eftir heimildamyndina The Tinder Swindler sem birtist á Netflix, tapaði tæpum sjö þúsund dollurum í svindli á Instagram. TMZ greinir frá.

Þar kemur fram að flagarinn frægi hafi verið plataður í að millifæra tæpa milljón íslenskra króna til konu á Instagram sem sagði kærasta sinn vinna hjá META, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram. Konan hafði lofað Simon að með greiðslu þeirra fjármuna myndi hann fá viðurkenndan (verified) reikning á fyrrgreindum samfélagsmiðlum. Framkvæmdi hann tvær millifærslur í gegnum greiðslumiðlunina PayPal og var það fyrir bæði hann og nýjustu kærustuna hans, fyrirsætuna ísraelsku Kate Konlin.

 

Hér má sjá millifærslurnar

Allt kom þó fyrir ekki og var það umboðsmaður flagarans sem komst að því að ekki væri allt með felldu. Þegar uppi var staðið hafði sjálfur svindlarinn lent í svindli. 

Ef Simon trúði ekki á karma þá ætti hann að gera það núna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -