Þar kemur fram að flagarinn frægi hafi verið plataður í að millifæra tæpa milljón íslenskra króna til konu á Instagram sem sagði kærasta sinn vinna hjá META, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram. Konan hafði lofað Simon að með greiðslu þeirra fjármuna myndi hann fá viðurkenndan (verified) reikning á fyrrgreindum samfélagsmiðlum. Framkvæmdi hann tvær millifærslur í gegnum greiðslumiðlunina PayPal og var það fyrir bæði hann og nýjustu kærustuna hans, fyrirsætuna ísraelsku Kate Konlin.
Allt kom þó fyrir ekki og var það umboðsmaður flagarans sem komst að því að ekki væri allt með felldu. Þegar uppi var staðið hafði sjálfur svindlarinn lent í svindli.
Ef Simon trúði ekki á karma þá ætti hann að gera það núna.