„Fyrir 17 árum fékk síðuhafi þann úrskurð eftir aðgerðir á báðum hnjám vegna slits, að skipta þyrfi um báða liðina.
Læknirinn var spurður, hvort hægt væri að seinka því á einhvern hátt.
„Ekki nema þú hættir alveg að hlaupa og hlaupir aldrei framar“, var svarið. „Vegna of mikilla hlaupa á ævinnni eru liðnirnir orðnir of slitnir.“
Niðurstaðan varð sú að fara að skipan læknisins og hlaupa aldrei framar, en í staðinn að skoða þann möguleika, að nýta sér það, að hann bannaði ekki að læðast hratt!
Ein aðferðin var að hlaupa upp stiga, sem hafði verið gert 45 ár, og taka tvær tröppur í hverju skrefi.
2015 áskotnaðist síðan rafreiðhjól, sem fyrir algera tilviljun var með „handgjöf“, þ. e. að nota handgjöfina til þess að takmarka það að nota fæturna á ferðum hjólsins, en það hafði verið gert á venjulegum reiðhjólum, en reyndi of mikið á samfallna hryggjarliði.
Nú hefur þessi blandaða aðferð verið notuð í sjö ár, og enn eru hnjáliðirnir á sínum stað.
Sérfræðingurinn, sem bannaði hlaupin 2005, sagði við eftirgrennslan, að nú hefði það verið uppgötvað, að í sumum tilfellum væri hægt að seinka hnjáliðaskipptum með því að styrkja næsta umhverfi þeirra með sérstökum æfingum, sem reyndu á viðkomandi hné í heild sinni.
Á sínum tíma urðu mistök við hnjáliðaskipti há föður mínum til þess að eiga þátt í að stytta líf hans, og átti það stóran þátt í þeirri akvörðun minni, að gera tilraun til að „læðast hratt“ og hjóla hæfilega í stað þess að hlaupa.
Í hlaupum á jafnsléttu felst hlaupið í að lenda öllum líkamsþunganum í þúsundum skipta, og er afleiðingin oft ekki aðeins ónýtir liðir, heldur líka svonefnd „hlauparaveiki“ þ. s. tábergssig, sem var undanfari hjá mér 2004.
En hlaup upp stiga, tvær tröppur í einu, felast ekki í harkalegum lendingum, því að hreyfingin er í raun klifur en ekki hlaup, og þegar beygjurnar eru teknar á þessari leið upp stigana tryggir það enn betur alhliða styrkingu hnjánna, ef lagi er beitt.“