Föstudagur 20. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Sýningin Jólin hans Hallgríms slær í gegn í Hallgrímskirkju: „Börnunum fannst svo gaman“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jólasýningin Jólin hans Hallgríms hafa slegið í gegn í Hallgrímskirkju í desember.

Í fréttatilkynningu frá Hallgrímskirkju segir að sýningin Jólin hans Hallgríms hafi slegið rækilega í gegn í desember en nú þegar hafa um 600 börn á aldrinum þriggja til tólf ára séð sýninguna. Sýningin byggir á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur en þetta er í níunda skiptið sem hún er sett upp. Fjallar bókin um undirbúning jólanna hjá Hallgrími Péturssyni er hann var ungur drengur.

Fréttatilkynninguna má lesa hér fyrir neðan:

„Börnunum fannst svo gaman og þau fylgdust svo náið með að það mátti heyra saumnál detta“, var haft eftir kennara sem fylgdi börnum á sýninguna „Jólin hans Hallgríms“ í Hallgrímskirkju. 

Sýningin er byggð á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur og er þetta í níunda sinn sem sagan er sett upp. Bókin segir frá undirbúningi jólanna hjá Hallgrími Péturssyni sem ungum dreng og fjölskyldu hans. 

Í þessari glænýju sviðsetningu Pálma Freys Haukssonar og Níelsar Thibaud Girerd fá börnin að heimsækja gamla baðstofu á sveitabænum Gröf á Höfðaströnd, sem sett hefur verið upp í Norðursal kirkjunnar, og kynnast því hvernig jólin voru haldin hátíðleg fyrir 400 árum. 

Leikararnir bregða sér í líki persóna bókarinnar og sjá má þar á meðal Hallgrím Pétursson sem sjö ára prakkara. 

- Auglýsing -

Þótt margt hafi breyst á fjórum öldum er þó ýmislegt kunnuglegt við undirbúning jólanna og þá helst hvernig ljós kviknar í hjörtum mannanna þótt skammdegismyrkur grúfi yfir. 

„Jólin hans Hallgríms“ verður sýnd dagana 1.-21. desember og hafa nú þegar sexhundruð börn á aldrinum 3-12 ára séð sýninguna. Börn sem koma á sýninguna fá einnig leiðsögn um kirkjuna og syngja með Birni Steinari Sólbergssyni sem spilar skemmtileg jólalög og segir frá orgeli Hallgrímskirkju, sem er stærsta hljóðfæri landsins. Sýningin er hluti af barna- og menningarstarfi Hallgrímskirkju og er skólahópum heimsóknin þeim að kostnaðarlausu. Hægt er að bóka heimsókn fyrir skólahópa með því að senda á [email protected].

“Mér fannst ótrúlega gaman, en heitir þú í alvörunni Hallgrímur”?

- Auglýsing -

– Nemandi úr 3. bekk, Melaskóla

Meðfylgjandi eru nokkrar skemmtilegar myndir frá sýningunni.



Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -