Þriðjudagur 7. janúar, 2025
-7.2 C
Reykjavik

Sýnishorn úr Háski: Hlíðin hrynur birt: „Að vinna með pabba sínum er auðvitað algjör forréttindi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sýnishorn úr þriðju heimildarmynd Hafdal-feðga hjá framleiðslufyrirtækinu Hafdal framleiðsla, hefur nú litið dagsins ljós. Heimildarmyndin heitir Háski: Hlíðin hrynur og fjallar að miklu leiti um aurskriðurnar sem féllu á Seyðisfirði 18. desember 2020.

Um er að ræða þriðju heimildarmyndina frá Hafdal framleiðslu í Háska seríunni en áður hafa komið út myndirnar Háski: Fjöllin Rumska og Háski í Vöðlavík en sú fyrrnefnda var tilnefnd til Edduverðlaunanna árið 2018 sem besta heimildarmyndin.

Rætt við Baldur Pálsson, fyrrum slökkviliðsstjóra á Héraði.
Ljósmynd: Aðsend

Mannlíf heyrði í öðrum framleiðanda myndarinnar, sem frumsýnd verður síðar á árinu.

„Að taka viðtölin auðvitað tók að sumu leiti á, fólk sem missti allt sitt. En það sem mér finnst merkilegast er að það slasast eða ferst enginn, því ef þú lendir í svona flóði þá eru afskaplega litlar líkur á því að þú komist lífs af. Tilviljanir einar réðu því að enginn var í all nokkrum húsum sem að fóru í flóðinu,“ sagði Eiríkur Hafdal, annar þeirra sem stendur að myndinni, aðspurður hvort það hafi ekki tekið á að gera myndina.

Eiríkur Hafdal við tökur á Seyðisfirði.
Ljósmynd: Aðsend

Eiríkur útskýrir svo hvað sé fjallað um í myndinni.

„Í þessari mynd förum við yfir sögu Seyðisfjarðar, saga skriðufalla á svæðinu og svo eru þessum atburðum gerð góð skil. Svo uppbygging og framtíðin.“

- Auglýsing -

Segir hann að Seyðfirðingar hafi tekið afar vel í verkefnið.

„Þegar við fórum af stað með þetta fengum við mjög góðar viðtökur hjá heimamönnum sem voru boðnir og búnir til að aðstoða okkur á allan hátt. Verð líka að nefna aðgerðar stjórnina á svæðinu, en þeir voru mjög liðlegir varðandi aðgang okkar að svæðinu og að veita okkur upplyisngar bæði í viðtölum og svo bara upplýsingar yfir höfuð. Svo er það auðvitað er ég að gera þetta með pabba. Það er Þórarinn Hávarðsson. Og fyrirtækið mitt Hafdal framleiðsla.“

Þórarinn Hávarðsson leikstjóri myndarinnar.
Ljósmynd: Aðsend

Blaðamaður spurði Eirík hvort þeir feðgar hefðu ekki einnig gert hinar tvær Háska myndirnar saman.

- Auglýsing -

„Jú við gerðum heimildarmynd um snjóflóðin í Neskaupstað 1974 fyrir nokkrum árum, en það var einmitt í þessari sömu seríu. Erum að halda í þetta nafn Háski. Sú mynd hét HÁSKI FJÖLLIN RUMSKA og var hún tilnefnd til Eddunnar 2018 sem besta heimildarmyndin. Gerðum líka mynd sem heitir Háski í Vöðlavík en það er um sjóslys austur á fjörðum 1993. Þannig Seyðisfjörður er þriðja myndin í þessari seríu.“

„Að vinna með pabba sínum er auðvitað algjör forréttindi. Við deilum þessu „áhugamáli“ saman, sem er auðvitað vinnan manns. En það er honum að þakka að ég er í þessum geira í dag, en hann var tökumaður þegar ég var að alast upp. Þannig fæ ég bakteríuna en núna er hann bara í leikstjóra stólnum og ég tek allt upp. Stofnaði fyrirtækið mitt Hafdal framleiðslu árið 2007 og erum við í allskonar vinnslu, allt frá auglýsingum og kynningarefni ýmisskonar, yfir í streymi og sjónvarpsþáttagerð. Þetta er ótrúlega gaman, en við erum þrír fastráðnir þar eins og staðan er núna. Svo kemur pabbi annað slagið með okkur i verkefni.“

Hið magnaða sýnishorn úr Háski: Hlíðin hrynur má sjá hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -