Laugardagur 26. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Systir Kris Jenner lést skyndilega: „Karen var falleg að innan sem utan“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

The Kardashians stjarnan Kris Jenner tilkynnti nýverið að litla systir hennar, Karen Houghton hefði dáið óvænt þann 18. mars. Karen var 65 ára.

„Það er með þyngsta hjarta og dýpstu sorg sem ég deili því að Karen systir mín lést óvænt í gær,“ skrifaði Kris á X en með textanum birti hún nokkrar ljósmyndir af systur sinni. „Hugur minn er hjá móður minni, MJ og systurdóttur, Natalie og ég bið Guð um að leiða okkur í gegnum þessa erfiðu tíma. Karen var falleg að innan sem utan.“

Og Kris hélt áfram: „Hún var sú ljúfasta, góðhjartaðasta, viðkvæmasta og svo, svo fyndin. Hún var alltaf þakklát fyrir líf sitt og hélt mikið upp á fjölskyldu sína og vini og sérstaklega fallegu dóttur sína. Hún á svo stóran part í mínu hjarta og ég held upp á hverja stund sem við eigum saman.“

Hin 68 ára Kris sagði ennfremur að andlát systur hennar sé áminning um það hvað lífið getur verið hverfult.

„Andlát Karenar er áminning um það hversu lífið er stutt og morgundagurinn er aldrei vís. Við verðum að segja ástvinum okkar hversu mikið við elskum þau. Ég elska þig fallega systir mín.“

Eonline sagði frá andlátinu.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -