Talsverður titringur er á samfélagsmiðlum vegna úrslita Söngvakeppni sjónvarpsins. Hera Björk Þórhallsdóttir fagnaði sigri eftir einvígi við Palestínumanninn Bashar Murad. Hörð gagnrýni hefur heyrst vegna smáforrits sem RÚV meðal annars nýtti til kosningar, og áttu margir í erfiðleikum með að greiða Bashar atkvæði.
Fylgi Íslands hefur hrunið í veðbönkum eftir sigur Heru. Var Íslandi spáð 1. sæti en er nú komið í 14. sætið.
Umræðan í kjölfar keppninnar og vegna úrslitanna er lituð af pólitík og skiptist fólk í fylkingar um hvort halda skuli til keppninnar eða ekki, sem haldin verður í Malmö í maí næstkomandi.
Mannlíf vildi fá að vita hvort lesendur Mannlífs væru sáttir með úrslitin og kom í ljós að tæplega helmingur lesenda Mannlífs er sáttur með úrslitin.