Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Þessi förðunartrend koma sterk inn fyrir 2022 – Glimmer, metall og glans allsráðandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Elle hefur birt nokkur af aðalförðunartrendum ársins 2022 í samstarfi við förðunarfræðinginn Allan Avendaño. Hann upplýsir Elle um hvað flýgur hæst í förðunarheiminum um þessar mundir; farðanir sem hann hefur sjálfur skapað fyrir kúnna sína, en á meðal þeirra eru þær Vanessa Hudgens, Jodie Turner-Smith og Rachel Zegler.

Lesendum er bent á að merkja þetta hjá sér og skemmta sér síðan konunglega við að prófa sig áfram – því trendin eru mörg hver afar lifandi og fersk.

Það er þáttaröðin Euphoria, sem slegið hefur í gegn hjá HBO undanfarið, sem virðist hafa haft hvað mest áhrif á tískuna. Glimmer, metall og kinnalitir eru allsráðandi.

 

Metall

Förðun með metal-augnförðun mun tröllríða öllu árið á enda og eflaust ennþá lengur. Hér er það krómið og fljótandi augnskuggar í djúpum metallitum sem ráða lögum og lofum. Það er líka skemmtilegt að gera tilraunir með krómflögur sem eru settar á augnlokin eftir fíling – mikið fjör, mikið gaman.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ALLAN AVENDAÑO (@allanface)

- Auglýsing -

Elle mælir með:

Twin Flames Multichrome Pigment frá Danessa Myricks Beauty

Lid Lustre frá Victoria Beckham Beauty

- Auglýsing -

Glitter & Glow Liquid Eye Shadow frá stila

Kajal Pencil frá Byredo

Mannlíf mælir sérstaklega með fljótandi metalaugnskuggum á borð við Interstellar frá LH Cosmetics – höfundur á slíka sjálf og gjörsamlega elskar þá!

 

Kinnalitir – mótun og lyfting

Þetta trend er dálítið 80’s og við hreinlega elskum það! Enda er það bæði frísklegra og skemmtilegra en brúna „kontúrið“ að hætti Kim Kardashian sem átti sviðið síðustu ár. Hér notum við kinnalit upp að gagnaugum til þess að móta andlitið og gefa því frísklegt og skemmtilegt yfirbragð. Kinnaliturinn er settur á kinnarnar, eða eplin, og síðan dreginn upp eftir kinnbeinunum og alveg upp að gagnaugum. Þetta gefur andlitinu bæði lyftingu og rammar það inn. Hér er algjört lykilatriði að byrja á litlu magni og byggja upp – og blanda vandlega! Það er hægt að nota bæði púðurkinnalit eða fljótandi kinnalit, allt eftir smekk. Munið bara að velja litinn vel og passa að hann henti ykkar húðlit.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ALLAN AVENDAÑO (@allanface)

Elle mælir með:

Soft Pop Powder Blush frá Makeup by Mario

Blush Divine Radiant Cheek and Lip Color frá Rose Inc

Stick Glow frá Dior

Terracotta Light the Healthy Glow Vitamin-Radience Powder frá Guerlain

Mannlíf mælir eindregið með að prófa sig áfram með kinnaliti frá Bare Minerals og Mac, sem og að prófa „multiuse“-vörurnar frá LH Cosmetics, sem mega notast á kinnar sem og varir og augu.

 

Glimmer og gloss

Loksins erum við laus við grímuna og þá er aðalmálið að leggja áherslu á varirnar með girnilegum glossum. Þá er um að gera að para glitrandi augu við glansandi og fullar varnirnar. Þarna koma þættirnir Euphoria sterkir inn þegar leitað er eftir innblæstri. Hér kemur glimmer fyrir augu og líkama aftur – hver man ekki eftir því, sem er af millenial-kynslóðinni? Það er bara svo SKEMMTILEGT. Svo eru það álímdir semelíusteinar. Það besta er að fara út að skemmta sér með glimmer á augum, bringu og handleggjum og vakna svo eldhress daginn eftir í glimmer-rúmi. Hver saknar þess ekki, í alvöru?

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ALLAN AVENDAÑO (@allanface)

Elle mælir með:

Glitter Shot All-Over Glitter Crush frá Smith & Cult

Eye Play Gem Pack frá Simihaze Beauty

Shineon Lip Jelly frá Tower 28 Beauty

Mothership IV: Decadence Eye Shadow Palette frá Pat McGrath Labs

Mannlíf mælir aftur með fljótandi metal-augnskuggunum frá LH Cosmetics – það má nefnilega nota þá um allt andlit og líkama. Það er hægt að nota minna magn og þá færðu létt glimmer og glans.

Infinity Gloss frá LH Cosmetics. Þetta er algjör snilldar vara! Hún breytir öllu í gloss og má notast hvar sem er. Þannig er hægt að setja smá af vörunni ofan á varaliti og breyta þeim þar með í gloss, smyrja smá á kinnbeinin eða jafnvel setja vöruna ofan á augnskugga og fá þannig „wet-look“ sem er líka eftirsóknarvert um þessar mundir.

Hér er kannski rétt að taka það fram að hér er ekki um auglýsingu fyrir LH Cosmetics að ræða – höfundur er bara persónulega virkilega hrifinn af vörunum!

 

Mónókróm fílingur

Þetta trend er frekar náttúrulegt án þess að vera „nude“. Galdurinn hér er að nota sömu liti eða mismunandi tóna af sama lit á bæði augu og varir – helst líka á kinnarnar. Þannig eru svokallaðar „multi-use“ förðunarvörur algjör snilld til að ná fram þessu útliti. Það er líka skemmtilegt að hafa allt matt eða allt með smá glans – sem gerist auðvitað ef sama vara er notuð á allt.

Vinsælustu litirnir hér eru ferkju- og kórallitir, bleikir, mjúkir „terracotta“-litir og gagnsæir rauðir.

Þetta er útlit sem tekur enga stund og er kjörið fyrir þá sem eru á hraðferð og vilja ná fram frísklegu útliti, með örlítið ferskum kinnum, líflegum augum og smá lit á varnirnar. Þegar notaðar eru fljótandi vörur er hægt að nota fingurna til þess að setja allt á andlitið – ekkert vesen!

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ALLAN AVENDAÑO (@allanface)

Elle mælir með:

Three Love Lip, Cheek and Eye Tint Stick frá INC.redible

Huestick Corrector frá Live Tinted

Lip+Cheek Cream Blush and Lip Tint frá Milk Makeup

Nudies Matte All Over Face Blush Color frá Nudestix

Mannlíf ætlar aftur að mæla með „multiuse“-vöru frá LH Cosmetics –  Latex Fever í litnum Dusty Pink. Í alvöru, prófið þessar vörur!

 

Sólkysst húð og freknur

Það er ótrúlegt að hugsa til þess að fólk hafi einu sinni keppst við að fela freknurnar sínar, því í dag þykja þær einstakalega fallegar, auk þess að vera frískleikamerki. Við viljum flest næla okkur í örlítið sólkyssta húð og freknur yfir sumarmánuðina – það gerir svo mikið fyrir okkur.

Nú er hins vegar líka mikið rætt um sólarskemmdir og þann skaða sem sólargeislarnir sem við erum flest svo hrifin af geta valdið húð okkar. Því er góð sólarvörn algjört lykilatriði, allan ársins hring. Svo þarf ekki endilega sól til þess að ná fram dálítið útitekinni og sólkysstri húð – í dag er til fjöldinn allur af ótrúlega vönduðum brúnkukremum og brúnkudropum fyrir andlitið. Auk þess er hægt að ná útlitinu fram með förðunarvörum á borð við sólarpúður eða „bronzing“-dagkrem. Margir eru líka farnir að „feika“ freknur með því að teikna þær á andlitið og til eru ýmsar förðunarvörur sem skapa freknur sem engan myndi gruna að væru ekki þínar eigin.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ALLAN AVENDAÑO (@allanface)

Elle mælir með:

Les Beiges Healthy Glow Bronzing Cream frá Chanel

Freck OG The Original Freckle frá Freck Beauty

Glowish Soft Radiance Bronzing Powder frá Huda Beauty

Solar Paint frá Glossier

Mannlíf mælir eindregið með Bronzing Gel frá Sensai – höfundur hefur notað það reglulega í mörg ár og fær ekki nóg.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -