Rithöfundurinn Þórdís Gísladóttir segir að íslenskar konur þekkist auðveldlega í útlöndum og það sé einkum eitt ákveðið atriði sem geri það að verkum. Það séu hinar einkennilegu uppgreiddu augabrúnir íslensku kvennanna.
Þórdís tjáir sig um útlit íslenskra kvenna í færslu á Twitter. Hún segir að nokkrar erlendar vinkonur sínar hafi ítrekað bent sér á hina ljótu augabrúnir íslenskra kvenna.
„Dönsk, íslenskumælandi, vinkona mín var að segja mér að hún þekki oftast íslenskar konur í Kaupmannahöfn á yfirbragðinu, mest áberandi eru dökklituðu, plokkuðu augnabrúnirnar sem eru oft greiddar upp,“ segir Þórdís og bætir svo við:
„Hún er þriðja útlenska vinkona mín sem ræðir íslenskar augnabrúnir við mig.“