Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þorgerður Katrín var afhjúpuð MYNDIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leynigestur var afhjúpaður í vikulegri göngu Ferðafélags Íslands á Úlfarsfell í gærkvöld. Það var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sem mætti flestum göngumanna til undrunar og ánægju. Nokkrar vísbendingar höfðu verið gefnar um leynigestinn dagana fyrir gönguna og var verðlaunum heitið. Meðal vísbendingar var Breiðholt, Rás 2, hestar, Ráðherra Davíðs og Gaflarar. Árbæingurinn Eygló Stefánsdóttir var fyrst til uppgötva um hvern var að ræða. Henni dugðu þrjár vísbendingar. Hún uppskar að launum bókin um Laugaveginn sem Ferðafélag Íslands gaf auk þess að ganga á Úlfarsfell í góðum hópi.

Eygló Stefánsdóttir vinningshafi ásamt leynigestinum.
Mynd: Lára Garðardóttir.

Þorgerður Katrín gekk á fjallið með hópnum. Á efsta tindi sagði hún sögur í léttum dúr auk þess að svara fyrirspurnum um það sem efst er á baugi. Trúnaður var um allt sem sagt var. Að vanda var sungið á toppnum og æfingar teknar. Formaðurinn stóð sig vel í öllum atriðum. Þorgerður var þriðji leynigesturinn til að mæta í Úlfarsfellsgöngur Skrefanna, gönguhóps Ferðafélags Íslands. Geir Ólafsson söngvari mætti í síðustu viku en þar á undan kom Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Göngurnar eru undir merkjum lýðheilsuátaks og öllum opnar. Þetta er níunda árið sem þeim er haldið úti. Gengið er frá Úlfarsárdal kl. 18 á miðvikudögum.

Það snjóaði á toppnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -