Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Þórunn rýnir í íslenska fyndni í nýrri bók: „Sögurnar eru lyklar að horfnum hugsunarhætti“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórunn Valdimarsdóttir stendur fyrir tvöföldu útgáfuteiti í Iðnó á morgun, sunnudag.

Einn fjölhæfasti rithöfundur Íslands, Þórunn Valdimarsdóttir gaf út á dögunum hvorki meira né minna en tvær bækur og það af sitthvoru taginu. Um er að ræða annars vegar ljóðabókina Fagurboðar og hins vegar bókin Spegill íslenskrar fyndni – glettnin greind og skoðuð en í þeirri bók skoðar hún rit Gunnars Sigurðssonar frá Selalæk, Íslenzk fyndi sem hann gaf út á fyrri hluta síðustu aldar, við miklar vinsældir. Mannlíf ræddi stuttlega við hinn duglega rithöfund.

Þú varst að gefa út bók ekki satt? Hvað geturðu sagt mér um hana?

Þórunn: „Já, hún heitir „Spegill íslenskrar fyndni – glettnin greind og skoðuð“. Kjarni málsins er sá að mér leiddist að sjá eina fínustu grein íslenskrar menningar liggja óbætta hjá garði.“

Hvernig datt þér í hug að fjalla um þetta efni?

- Auglýsing -

„Þannig var að ég erfði öll bindi „Íslenskrar fyndni“ í útgáfu Gunnars frá Selalæk eftir eiginmann minn, Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing. Þau voru nær lesin upp til agna, sem segir sitt um það hvílíkt nammi þetta þótti á sinni tíð. Ég var svo heppin að hljóta styrk frá Hagþenki og vatt mér þá í það að flokka og greina fyrstu tvö bindin, og vinna til endurútgáfu, með skýringum. Hef sjaldan skemmt mér betur. Sögurnar eru lyklar að horfnum hugsunarhætti.“

Eru Íslendingar fyndin þjóð? Var hún það í gamla daga?

„Hverjum þykir sinn fugl fyndinn. Sögurnar urðu geysilega vinsælar, sem segir sitt um hve fyndnar þær þóttu. Svo gufaði gamla sveitasamfélagið upp og menn skömmuðust sín eilítið fyrir hve frumstætt það hefði verið. Það orð komst á að þessar bækur væru svo leiðinlegar að það væri í sjálfu sér fyndið. Ég skellihlæ af sumum sögunum, kannski vegna þess að ég á sterkan kvenlegg í Reykjavík og gamla samfélagið heillar mig. Mér finnst sveitalykt góð.“

- Auglýsing -

En þetta er ekki eina bókin sem þú varst að gefa út, hvað geturðu sagt mér um ljóðabókina?

„Já ég er í skýjunum yfir því að „Fagurboðar“ hafa verið efstir á metsölulista Eymundsson yfir ljóð. Vonandi ekki bara af því að ég hef verið dugleg að kaupa og gefa í kringum mig, hehe. Það var alls ekki hugsað þannig, sko … Ég hóa til útgáfuteitis í Iðnó á morgun, sunnudaginn 25. ágúst klukkan þrjú. Bækurnar verða þar til sölu á góðu verði. Öll innilega velkomin sem nenna. Hljómsveitin Stálfaxi leikur fyrir dansi. Annars munu bækurnar fást í öllum helstu bókabúðum landsins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -