Sunnudagur 19. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Þrír létust eftir að kona stal lögreglubifreið og ók á móti umferð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bandarísk kona á fertugsaldri lést eftir að hún stal lögreglubifreið og keyrði á móti umferð. Konan, Kendra Boom(33), hafði verið gómuð við að reyna að stela bíllyklum af aldraðri konu í verslunarmiðstöð í Flórída. Lögregla kom á vettvang og ræddi við Kendru á bílastæði verslunarinnar. Þegar lögregla sneri sér undan lögreglubifreiðinni í örstutta stund stökk Kendra inn og ók í burtu.

Kendra hafði ítrekað verið handtekin

Önnur lögreglubifreið veitti henni eftirför en endaði það með því að Kendra ók yfir á vitlausan vegarhelming og framan á pallbíl sem kom úr gagnstærði átt. Þrír aðilar voru í pallbílnum og voru tveir úrskurðaðir látnir á vettvangi en sá þriðji var fluttur á sjúkrahús. Líkt og fyrr segir lést Kendra einnig í slysinu. Í yfirlýsinguni frá lögreglunni segir að Kendra hafi nýlega verið látin laus úr fangelsi en hún átti að baki langan brotaferil.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -