Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Tískuvikan í París – reykvélar, snjóstormur, súrrealismi og sokkar – Upplifun fyrir öll skynfærin

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stílstjörnurnar flykktust á tískuvikuna í París og kepptust við að sýna sig og sjá aðra í heimsins flottustu hátísku. Hér eru nokkur trend sem við lofum að verða mjög áberandi á komandi misserum.

Louis Vuitton


Tískusýningin fór fram í safnarhúsinu Musee d’Orsay í París. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem tískusýning er haldin á safninu. Nicolas Ghesquiere, aðalhönnuður tískuhússins Louis Vuitton tileinkaði sýninguna ungmennum og: „von um framtíð og betri heim“. Það mátti sjá útprentaðar 90s myndir af David Sims á peysunum og á pólóskyrtunum. Og þú heyrðir það fyrst hér, hálsbindin eru komin aftur í tísku.

Balenciaga

Demna, tískustjórinn sem flúði Georgíu sem flóttamaður árið 1993, merkti hvert sæti með áberandi miða á Balenciaga sýningunni (ásamt stuttermabol í úkraínsku fánalitunum). Á miðanum stóð: „Sýningin táknar óttaleysi, andspyrnu og megi ást og friður sigra.“ Leikmyndin var mjög óvenjuleg þar sem settur var upp snjóstormur á sviðið á bak við gler. Áhorfendur sáu módelin berjast við storminn og mætti túlka tískusýninguna sem listgjörning út frá atburðum í Úkraínu.

Dior


Nýjasta lína Dior tískuhússins ber titilinn „Næsta tímabil.“ Stíllinn er klæðskerasniðin ásamt kvenlegum siffonkjólum og köflóttum tweeds saman við smáatriði, eins og hlífar og axlapúða í anda ameríska fótboltans. Áberandi prjónafatnaður, blúndubolir og töfrandi siffon fyrir kvöldklæðnað. Fatahönnunin var unnin í samstarfi við D-Air Lab, sprotafyrirtæki sem framleiðir sérhæfð tækniefni fyrir íþróttir.

The Row


Mary-Kate og Ashley Olsen systurnar sýndu Row tískumerkið í fyrsta skipti í París nú á dögunum. Ákveðin snið hafa lengi verið kjarninn í þeirra vörumerki. Á þessari tískusýningu mátti sjá dragsíðar flíkur langar og grannar – aðsniðið og slæður með. Mörg lög af fatnaði og fatnaðurinn mótaður að líkamanum. Þær voru greinilega að leika sér að hlutföllum og krögum með dempaðri litapallettu.

- Auglýsing -

Issey Miyake


Nýjasta lína tískuhönnuðurins Satoshi Kondo heitir: ‘Sow it and let it Grow.’ Línan er hönnuð með innblástri úr villtri náttúru plantna og útliti þeirra. Allt frá því að vera fræ þar til það verður að plöntu. Tískusýningin byrjaði á því að sýna einlita kjóla út frá jarðlitum. Hugmyndin þróðaðist svo yfir í fallegt prjón sem var vafið um líkamann í sterkari litum. Þessi lína gæti vel gengið í íslenskri veðráttu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -