Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Tíu bestu tilsvör Zlatan Ibrahimovic: „Guð einn veit… þú ert að tala við hann núna“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Zlatan Ibrahimovic, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, lagði skónna á hilluna í gær, 41 árs gamall. Zlatan er ekki aðeins þekktur fyrir knattspyrnuhæfileika sína heldur þykir hann með skemmtilegri íþróttamönnum í tilsvörum.

Hinn sænski Zlatan spilaði á ótrúlegum ferli sínum með mörgum af bestu knattspyrnuliðum heims, þar á meðal Manchester United, AC Milan, PSG, Barcelona og Juventus en hann skoraði 405 mörk í 637 leikjum á ferlinum.

Kalla má Zlatan Mohammed Ali knattspyrnunnar sökum líflegs karakters og stórkallalegra tilsvara í viðtölum, líkt og hnefaleikagoðsögnin var þekkt fyrir en oftar en ekki talar hann um sjálfan sig í þriðju persónu. Hér fyrir neðan má lesa 10 bestu setningar Zlatans.

„Guð einn veit… þú ert að tala við hann núna.“ Byrjar vel.

„Þegar þú kaupir mig, ertu að kaupa Ferrari. Ef þú keyrir Ferrari seturðu gæðabensín á tankinn og ferð á hraðbrautina og gefur í. Guardiola fyllti bílinn með dísel og fór í bíltúr um sveitina. Hann hefði átt að kaupa Fiat.“

„Ég efast um að þeir geti sett stytta af mér í stað Eiffel turnsins. En ef þeir geta það, mun ég verða áfram hér, ég lofa því.“

- Auglýsing -

„Ég held að þú getir ekki skorað jafn stórkostleg mörk og Zlatan gerir, í vídó leik – jafnvel þó leikirnir séu orðnir mjög raunverulegir.“

„Ég verð ekki konungur Manchester, ég verð Guð Manchester.“

„Heimsmeistaramót án mín er ekki skemmtilegt áhorfs, þannig að það er til einskis að bíða eftir mótinu.“ – Þegar Portugal kom í veg fyrir að Svíþjóð kæmist á HM.

- Auglýsing -

„Það er satt, ég veit ekki mikið um leikmennina hér, en þeir vita pottþétt hver ég er.“ – Eftir að Zlatan var keyptur til PSG.

„Hvað meinarðu gjöf? Hún hefur Zlatan.“ – Aðspurður hvað hann hafi gefið eiginkonu sinni í Valentínusargjöf.

„Fyrst fór ég til vinstri, hann gerði það líka. Þá fór ég til hægri og hann gerði það líka. Svo fór ég aftur til vinstri og hann fór að kaupa sér pylsu.“

„Ég get ekki annað en hlegið yfir því hversu fullkominn ég er.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -