Fimmtudagur 4. júlí, 2024
10.1 C
Reykjavik

Tjáir sig um Facebook: „Reglunum breytt án þess að notendur séu látnir vita – Þurfum nýja miðla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason hefur verið að skoða „hegðun“ samfélagsinsmiðilsins Facebook.

Tjáir sig á Facebook um Facebook:

Mark Zuckerberg eigandi og stofnandi Facebook.

„Maður skyldi gera sér grein fyrir því að Facebook hegðar sér býsna mikið öðruvísi en þegar vefurinn var yngri og ferskari.“

Bendir á breytingu:

„Það þýðir til dæmis lítið að deila tenglum núorðið, algóritminn sér til þess að slíkar færslur sökkva eins og steinn. Það sama á við um til dæmis tengla á viðburði. Þetta kemur ýmsum sem voru vanir að nota þessa fídusa á Facebook í vandræði.“

- Auglýsing -

Egill færir í tal að „reglunum er breytt án þess að notendur séu látnir vita – yfirleitt í engu öðru en gróðaskyni.“

Einnig:

- Auglýsing -

„Annað sem ég tók eftir um daginn. Ég birti góðlátlega færslu þar sem sagði frá ferð til Brighton. Rifjaði upp gamla sögu af tilraunum írska lýðveldishersins til að koma breskum forsætisráðherra fyrir kattarnef, notaði skammstöfun yfir þessar sveitir sem nú hafa lagt upp laupana. Hún gerði held ég útslagið.

IRA reyndi að ráða Margaret Thatcher af dögum árið 1984 í Brighton. Hún slapp.

Það var eins og við manninn mælt – færslan lenti í ónáð hjá algóritmanum og fékk lítil viðbrögð. Svona er möndlað með þennan samskiptamáta sem við höfum vanið okkur á – það er auðvitað alveg ferlegt.

Við þurfum nýja miðla.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -