Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Tolli og Gunný leita að nýju heimili: „Það er sitthvort myndir á netheimum og íbúð í raunheimum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Nú erum við búinn að selja Kirkjustétt í Grafarholti , okkar fallega hús sem stendur við yndislega náttúruna í útjaðri borgarinnar, hér hefur okkur liðið vel en húsið var bara orðið og stórt fyrir okkur tvö og hundinn Krumma svo við erum byrjuð að leita fyrir okkur með eignir í miðborginni , í Þingholtum, Hlíðum, og í vestrinu en fátt um fína drætti.“ Svo byrjar ný Facebook-færsla Tolla Morthens, myndlistamanns.

Málarinn vinsæli er sem sagt að leita að nýrri íbúð fyrir sig, konuna, Gunný Magnúsdóttur og hundinn Krumma, helst í miðbæ Reykjavíkur en samkvæmt Tolla hefur gengið brösulega að finna fýsilegan kost.

„En þetta er spennandi og við farin að skoða eignir sem eru í fjarska ansi flottar , eignir í gömlum virðulegum húsum og líta vel út á myndum.

En þegar nær er komið og maður kemur inn í íbúðirnar sér maður að það er sitthvort myndir á netheimum og íbúð í raunheimum , hve raki og fúki getur verið verið lúmskur á bak við panelinn og hver allt skreppur saman miðað við hve voldug og skínandi herbergin eru á myndum,“ skrifar Tolli og bætir við: „Svo nokkur vonbrigði hve sumar eignir í miðborginni eru einfaldlega komnar til ára sinna , hrumar og úr sér gengnar nema verðið því það er alltaf skínandi nýtt þótt það sé augljóst hve það er skakt að hús sem komin eru yfir hundrað ár og þarfnist mikilla endurbóta séu á sama verði og nýleg og ný hús og bara horft til staðsettningar og fermetra.“

Að lokum segir hann að þetta sé ekkert að draga hann niður, þvert á móti.

„En þetta er engin blues , þvert á móti bara áhugavert verkefni og spennandi að leita okkur að eign „down town“ og sjá fyrir sér lendingu í krauminu í miðborg Reykjavíkur.
Ef einhver lumar á skemmtilegri eign eða veit af má hinn sami hvísla því upp í vindinn svo það megi berast í eyru mín.
ást og friður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -