- Auglýsing -
Þorsteinn Eggertsson er óumdeilanlega eitt ástsælasta textaskáld landsins en hann fagnar 80 ára afmæli í ár.
Næstkomandi föstudag, 23. september, verða þriðju tónleikarnir honum til heiðurs í Salnum, Kópavogi og hefjast þeir klukkan 20:00.
„Söngvararnir Matti Matt og Heiða Ólafs ásamt glæsilegri hljómsveit flytja lögin og textana sem íslendingar þekkja og elska en Þorsteinn sjálfur kynnir lögin og segir um leið óborganlegar sögur úr íslenskri tónlistarsögu“, eins og það er orðað í fréttatilkynningu um tónleikana.
Dæmi um lög sem sungin verða: Söngur um lífið, Ljúfa líf, Glugginn, Ástarsæla, Gvendur á eyrinni, Ég elska alla, Heim í Búðardal, Fjólublátt ljós við barinn, Lífsgleði,