Það verður að segjast að nokkuð óvenjulegt parhús hafi verið sett á sölu fyrir stuttu síðan en húsið er staðsett á Sogavegi. Húsið er að mestu leyti nokkuð hefðbundið þegar horft er til bygginga á Íslandi við fyrstu sýn en það er hins vegar heitur pottur í garðinum sem hefur vakið mikla athygli. Líklegt er um að ræða stærsta heita pott landsins sem er staðsettur við parhús. Eins og auglýsingin segir „sjón er sögu ríkari.“
Húsið sjálft er 130,5 fermetrar á stærð og var byggt árið 2013. Þar inni má finna tvö svefnbergi, tvö baðherbergi, þvottahús og þrjú önnur herbergi. Annað sem hefur vakið athygli er að gengið er inn á jarðhæð en eldhús og stofa eru á efri hæð og þykir slíkt nokkuð sjaldgæft á Íslandi.
Seljendur fara fram á 114.900.000 krónur.
Hægt er að sjá nokkrar myndir hér fyrir neðan: