Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Trommuleikari Foo Fighters látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Taylor Hawkins, trommari hljóm­sveitarinnar Foo fig­hers, er látinn að­eins 50 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið upp um dánar­or­sök en sam­kvæmt vef Varie­ty fannst Hawkins látinn á hótel­her­bergi sínu áður en hljóm­sveitin átti að stíga á svið á tón­listar­há­tíð í Bógóta í Kólumbíu í gær, föstu­dag.

Hawkins varð hluti af hljóm­sveitinni árið 1997 eftir að hafa unnið fyrir það með söng­konunni Alanis Morri­sette. Á vef Varie­ty segir að hann hafi verið einn besti trommari síðustu 25 ára. Auk þess að tromma í hljóm­sveitinni söng hann og samdi lög.

Hljóm­sveitin hefur af­lýst þeim tón­leikum sem þeir eiga eftir í Suður-Ameríku en eiga að flytja tón­list sína á Gram­my-verð­laununum sem verða af­hent þann 3. Apríl næst­komandi.

Í til­kynningu frá hljóm­sveitinni í gær kom fram að með­limir væru miður sín vegna þessa ó­tíma­bæra and­láts. Hawkins skilur eftir sig eigin­konu, tvær dætur og einn son.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -