Taylor Hawkins, trommari hljómsveitarinnar Foo fighers, er látinn aðeins 50 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið upp um dánarorsök en samkvæmt vef Variety fannst Hawkins látinn á hótelherbergi sínu áður en hljómsveitin átti að stíga á svið á tónlistarhátíð í Bógóta í Kólumbíu í gær, föstudag.
Hawkins varð hluti af hljómsveitinni árið 1997 eftir að hafa unnið fyrir það með söngkonunni Alanis Morrisette. Á vef Variety segir að hann hafi verið einn besti trommari síðustu 25 ára. Auk þess að tromma í hljómsveitinni söng hann og samdi lög.
Hljómsveitin hefur aflýst þeim tónleikum sem þeir eiga eftir í Suður-Ameríku en eiga að flytja tónlist sína á Grammy-verðlaununum sem verða afhent þann 3. Apríl næstkomandi.
Í tilkynningu frá hljómsveitinni í gær kom fram að meðlimir væru miður sín vegna þessa ótímabæra andláts. Hawkins skilur eftir sig eiginkonu, tvær dætur og einn son.