- Auglýsing -
Tjaldaparið vinsæla, Tryggvi og Tryggvína er komin með egg.
Þau Tryggvi og Tryggvína voru ekki að tvínóna við hlutina en þau mættu í óðal sitt í Ármúlanum fyrir stuttu. Og eru strax komin með egg.
![](https://www.mannlif.is/wp-content/uploads/2023/04/340964998_562498179352967_7482872559940693412_n-1024x768.jpg)
Ljósmynd: Lára Garðarsdóttir
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd liggur Tryggvína á eggjum sínum en Mannlíf veit ekki hversu mörg þau eru. Í fyrra eignuðust þau þrjá unga en tveir þeirra lifðu af sumarið. Venjulega verpa tjaldar einu til fjórum eggjum en þrjú egg eru algengust. Skiptast bæði kynin á að liggja á þeim. Útungunartíminn eru 21 til 27 dagar svo það má búast við glænýjum ungum hjá þeim hjónum í byrjun maí.