Miðvikudagur 30. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Tveggja barna móðir týnd

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan í Houston, Texas leitar að tveggja barna móður sem hvarf af flugvelli eftir að hún var útskrifuð af geðsjúkrahúsi daginn fyrir þakkargjörðarhátíðina. Móðirin, Danielle Friedland(36) fór ekki um borð í flugið sem hún átti bókað á miðvikudagskvöldið og hefur hennar verið leitað síðan. „Dani hefur gengið í gegnum óvænt en viðvarandi geðheilbrigðisvandamál í nokkra mánuði núna. Við elskum hana og styðjum hana,“ sagði eiginmaður hennar, Jordan Friedland, við KHOU 11 á sunnudaginn en saman eiga þau tvö ung börn.

Danielle ásamt eiginmanni sínum og börnum

Danielle hafði dvalið í sex vikur á geðsjúkrahúsinu og átti að fara aftur heim til Kaliforníu fyrir þakkargjörðarhátíðina.  „Krakkarnir okkar sakna hennar meira en nokkurs annars í heiminum. Hún er ótrúlegasta mamma í heimi og heimurinn er betri staður með henni og að vera mamma, vinur og virkur meðlimur samfélagsins,“ sagði Jordan við blaðið.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni kemur fram að Danielle hafi viljandi skilið símann sinn eftir á flugvellinum. Þá er það tekið fram að móðirin hafi ekkert bakland í Houston og þekki ekki borgina. Hún hefur hvorki farangur né kreditkort meðferðis og er greind með geðrofsröskun, þráhyggju-áráttu persónuleikaröskun og kvíða. Þá hafa fjölskyldumeðlimir flogið til borgarinnar í þeirri von að finna Danielle.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -