Mánudagur 28. október, 2024
4.4 C
Reykjavik

Twitter-aðgangi Jordan Peterson lokað: „Hann mun aldrei eyða færslunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt New York Post hefur Twitter-aðgangi Jordan Peterson, sálfræðings, verið lokað. Samfélagsmiðillinn Twitter lokaði aðgangi Jordans vegna haturorðræðu og dauðnefningar (deadname).

Skjáskot hefur birst af umræddri færslu sálfræðingsins en í henni stóð: „Remember when pride was a sin? And Ellen Page just had her breasts removed by a criminal physician.“

En þýðing af færslu Jordans væri: „Manstu þegar stoltið/pride var synd? Og þegar Ellen Page var nýbúin að láta fjarlægja á sér brjóstin af glæpalækni?“

Orðaval Jordans á „pride“ er skírkskotun í valdeflingu hinsegin samfélagsins.

Ummæli Jordans snúa að Elliot Page sem kom út sem transmanneskja. Jordan kallar Elliot Page nafni sem Elliot hefur valið að nota ekki.

Mynd / skjáskot af Twitter

Twitter hefur gefið út að ekki verði opnað aftur fyrir aðgang Jordan Peterson nema að ummælin verði fjarlægð. Hefur Jordan sagt við viðmælanda að „Hann mun aldrei eyða færslunni.“

- Auglýsing -

Jordan Peterson, sálfræðingur, fyrirlesari og rithöfundur flutti fyrir skemmstu fyrirlestur fyrir fullu húsi í Háskólabíói.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -