Það er mikið um að vera í fjölskyldu Camillu Rutar Rúnarsdóttur, áhrifavalds, þessa dagana. Umbrot eiga sér stað í þremur ættliðum: Skilnaður hennar sjálfrar, trúlofun afa og svo skilnaður og nýtt samband pabba.
Það er sannarlega engin lognmolla þessa dagana í lífi Camillu Rutar. Hún tilkynnti um skilnað sinn og Rafns Hlíðkvist Björgvinssonar á Instagram síðastliðinn mánudag. „Það er sem sagt komið að því að þessi yndislegi maður, barnsfaðir minn og besti vinur, ætlar að skila mér,“ grínaðist Camilla þar sem þau birtust saman í hringrásarveitunni á miðlinum til þess að tilkynna að þau ætluðu sér að fara sitt í hvora áttina.
Parið hefur verið saman í 13 ár og á tvo syni. Camilla Rut sagði í tilkynningunni að þau hefðu byrjað saman sem bestu vinir og hættu nú saman sem bestu vinir.
Daginn eftir kom það síðan fram í fjölmiðlum að afi Camillu, Gunnar Þorsteinsson sem yfirleitt er kenndur við Krossinn, væri búinn að trúlofa sig konu að nafni Helga Lúthersdóttir. 24 ára aldursmunur er á parinu en Gunnar hefur tvisvar verið giftur áður.
Gunnar er faðir Jóhönnu, móður Camillu. Á þeim bænum hafa sömuleiðis verið vendingar. Þannig skildu foreldrar Camillu, Jóhanna Gunnarsdóttir og Rúnar L. Ólafsson, fyrir nokkru. Rúnar, fyrrum framkvæmdastjóri bílaleigunnar Green Motion og núverandi sölumaður og eigandi bíll.is, er kominn í samband með konu að nafni Bergrún Lind Jónasdóttir. Bergrún er íþróttakona og er árinu eldri en Camilla, dóttir Rúnars. 21 árs aldursmunur er því á parinu.
Bergrún er systir Kristbjargar Jónasdóttur, afrekskonu í fitness og eiginkonu Arons Einars Gunnarssonar, fyrrum landsliðsfyrirliða í knattspyrnu.
Nýja parið, þau Bergrún og Rúnar, skelltu sér nýverið í frí saman og nutu lífsins á Spáni. Mannlíf óskar parinu innilega til hamingju með lífið og ástina!