Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Una var áreitt því mamma hennar var þingkona: „Það var nátt­úru­lega bara bil­un“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var ekki alltaf auðvelt fyrir Unu Torfadóttur tónlistarkonu að alast upp sem barn stjórnmálakonunnar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Hún varð oft fyrir áreit annarra barna og þurfti fljótt að læra að svara fyrir sig.

„Það kenndi mér líka bara svo­lítið að standa með sjálfri mér og svara fyr­ir mig. Ég er bara þakk­lát fyr­ir það,“ seg­ir Una í Dagmálum mbl.is og heldur áfram:

„Það sem er erfitt er að vera barn og því ekki al­veg inni í mál­un­um, og eiga ein­hvern veg­inn að þurfa að svara fyr­ir eitt­hvað sem maður skil­ur ekki, þegar ein­hverj­ir aðrir krakk­ar, sem skilja ekki held­ur, ætla að vera með stæla.“

Mæðgurnar Svandís og Una Torfa.

Svandís varð fyrst ráðherra þegar Una var aðeins átta ára göm­ul og seg­ir hún það stund­um hafa reynst henni erfitt.

„Ég er líka bara þakk­lát fyr­ir það að hafa aldrei þurft að skamm­ast mín fyr­ir neitt sem hún ger­ir op­in­ber­lega,“ seg­ir Una, sem dáðist að móður sinni sem heil­brigðisráðherra í gegn­um heims­far­ald­ur kór­ónu­veirunn­ar. Snemma í faraldrinum greindist Una með krabba­mein í heila og áfram stóð Svandís eins og klettur.

„Ég bara furða mig á þessu sjálf. Mér finnst hún bara svo mik­il hetja. Og að hún hafi haldið haus í gegn­um all­an þenn­an far­ald­ur. Það var nátt­úru­lega bara bil­un,“ segir Una.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -