„Hingað mættu tveir ákaflega kurteisir dúskar úr fimmta flokki KR að safna flöskum. Þegar engar flöskur voru til á bænum könnuðu þeir hvort að ég gæti lagt beint inn á þá fyrir ferð til Portúgal.“ Þannig hófst krúttleg færslu Nínu nokkurrar á íbúðasíðunni Vesturbærinn á Facebook.
Konan segist hafa forvitnast meira um málið og þá hafi drengirnir viðurkennt að þetta væri ekki fyrir fótboltaferð, þá langaði einfaldlega að flýja reykvíska sumarið.
„Þegar ég forvitnaðist frekar um málið kom á daginn að þeir voru reyndar ekkert að fara í fótboltaferð, þá langaði bara í sólina. Ég get reyndar alveg skilið það, í 8 gráðum og skítaveðri, og það í júlí.“
Að lokum segir Nína að gott sé að vera vakandi fyrir „svona ungum frumherjum“: