Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Úr Sex Education í Doctor Who: „Ég er mjög spenntur að slást í hópinn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Búið er að ákveða hver verður fjórtándi leikarinn til að leika hlutverk Doctor Who í samnefndri sjónvarsþáttaröð. Er það Ncuti Gatwa sem hlýtur þann heiður en hann tekur við af Jodie Whitaker sem var fyrsti kvenkyns Dr. Who.

Rúv greindi frá þessu í dag. Gatwa er 29 ára og sennilega þekktastur fyrir hlutverk sitt í Sex Education á Netflix en hann leikur Eric Effiong í þáttunum.

„Þetta er ólýsanleg tilfinning og sannur heiður. Þetta hlutverk er stórt og táknrænt,“ sagði hann í viðtali við BBC á rauða dreglinum á Bafta-verðlaununum á dögunum. Sagði hann hlutverk Doktorsins skipta marga máli, þar með talinn hann sjálfan.

„Ég hef vitað þetta frá því í febrúar. Það hefur verið erfitt að halda þessu leyndu því ég á erfitt með að þegja. En okkur tókst það.“

Þegar BBC spurði hann hvort hann muni nota einhvern forvera sinn sem fyrirmynd kvaðst hann fara sínar eigin leiðir. „Ég fer mínar eigin leiðir. Ég meina, þeir eru allir frábærir og ég get ekki valið. Ég veit ekki hver er ekki aðdáandi Doctor Who. Ég er mjög spenntur að slást í hópinn.“

Ritsjóri þáttanna, Russell T. Davies, segir að Gatwa hafi í raun stolið hlutverkinu af öðrum leikara, með frábærri frammistöðu í áheyrnarprufunni „Þetta var mögnuð áheyrnarprufa, síðasta áheyrnarprufan. Við töldum okkur vera búin að finna leikarann þegar hann kom inn og tryggði sér hlutverkið. Ég hef horft á Sex Education og er hrifinn af vinnu hans þar, en vissi ekki alveg hvað við værum að fá fyrr en hann var með okkur í herberginu. Þetta á eftir að vera gaman.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -