Föstudagur 17. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Útvarp 101 hættir útsendingum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Útvarp 101 hefur hætt útsendingum.

Frá árinu 2018 hefur Útvarp 101 verið ein ferskasta útvarpsstöð landsins þar sem margir af bestu útvarpsmönnum landsins hafa átt heimili. Nú hefur verið ákveðið að leggja stöðina niður og munu eigendur hennar einbeita sér að framleiðslu sjónvarpsefnis. 

Meðal útvarpsmanna sem hafa starfað hjá Útvarpi 101 má nefna Aron Má Ólafsson, Sögu Garðarsdóttur, Unnstein Manuel Stefánsson, Svanhildi Grétu Kristjánsdóttur, Sigurbjart Sturlu Atlason, Jóhann Kristófer Stefánsson, Birnu Maríu Másdóttur og Loga Pedro Stefánsson og fleiri. Útvarpsstöðin setti sér það markmið að fjalla um poppkúltúr, listum og málefnum ungs fólks.

Hægt er að lesa tilkynningu félagsins hér fyrir neðan

„101 Productions ehf. hefur ákveðið að gera ótímabundið hlé á útsendingum útvarpstöðvarinnar Útvarp 101 FM 94.1. Breytt rekstrarumhverfi og ytri aðstæður hafa orðið til þess að stjórn og eigendur félagsins telja kröftum þess betur varið í áframhaldandi framleiðslu sjónvarps- og annars afþreyingarefnis utan útvarpsútsendinga. Samhliða þessum breytingum mun félagið flytja sig um húsnæði og kveður því einnig höfuðstöðvar útvarpsins á Hverfisgötu 78. Á allra næstu mánuðum er nýs efnis frá 101 Productions að vænta á skjám landsmanna, þar á meðal má nefna nýja þáttaröð af hinum geysivinsælum þáttum Æði, heimildarmynd og tvær áhugaverðar þáttaraðir tengdar menningu og þjóðmálum sem nánar verður tilkynnt um síðar.

Útvarp 101 þakkar dyggum hlustendum sínum og öllu því ótrúlega hæfileikafólki sem kom að starfsemi þess með einum eða öðrum hætti á undanförnum fimm árum. Stöðin var stofnuð í þeim tilgangi að auðga menningarlíf landsins og gefa góðum hugmyndum vettvang og farveg til að blómstra. Við vonum að það ætlunarverk hafi tekist. 101.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -