Sjö árum eftir andlát Hugh Hefners ætlar ekkja hans, Crystal Hefner, að tjá sig um hjónabandið og lífið í Playboy höllinni.
Fyrirsætan, sem er 37 ára gömul, var gift Hefner frá 2012 til 2017 þegar hann lést 91 árs. Í nýrri bók hennar segir Crystal frá lífinu sem playboy-kanína. Bókin sem kemur út þann 23.janúar ber titilinn: „Only Say Good Things: Surviving Playboy and Finding Myself.“ Hún hefur sagt frá því að hún hafi aldrei verið ,,ástfangin‘‘ af Hefner en var hún aðeins 21 árs þegar henni var boðið að gista í Playboy höllinni í fyrsta sinn. Nokkrum mánuðum síðar hófst ástarsamband hennar og Hefners. „Á þeim tíma hélt ég að ég væri á toppnum,“ sagði hún í samtali við People. „Ég hugsaði: „Vá, ef mér líkar bara við allt sem honum líkar við og geri alla hlutina sem hann vill að ég geri, þá er ég í uppáhaldi.‘‘
Árið 2010 bað Hefner Crystal um að giftast sér sem hún féllst á. Aðeins fimm dögum fyrir brúðkaup þeirra í júní árið 2011 sleit hún trúlofuninni og hóf aftur samband við son Dr. Phil, Jordan McGraw. Eftir nokkra mánuði sneri hún aftur til Hefners og gengu þau í hjónaband þann 31.desember 2012.
„Ég áttaði mig á því að ég var að glíma við mjög mikið valdaójafnvægi,“ sagði Crystal. „Þetta virtist vera heimur velgengni og fantasíu, en að sofa hjá 80 ára manni. Það er annað. Allt hefur sitt vægi.“ Nafnið á bókinni má rekja til samtals milli hjónanna.
„Í einu samtali við Hef sagði hann við mig: „Þegar ég fer, þegar ég er farinn, vinsamlegast segðu bara góða hluti um mig.“
„Ég stóð við það loforð síðustu fimm árin. Eftir að hafa gengið í gegnum meðferðir og leitað til lækna áttaði ég mig á því að ég þyrfti að vera heiðarleg um tíma minn þar. Bókin fjallar um lækningu úr eitruðu umhverfi.“