Fimmtudagur 27. júní, 2024
9.1 C
Reykjavik

Valerio féll kylliflatur fyrir Íslandi árið 2001 – Gefur út glænýja matreiðslubók í júlí

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Valerio Gargiulo er að gefa út elleftu bókina sína, en í júlí kemur út matreiðslubókin Matarvenjur Miðjarðarhafsins – suður ítalskar uppskriftir.

Mannlíf ræddi við Valerio Gargiulo, sem í júlí mun gefa út matreiðslubók með uppskriftum frá Ítalíu, þaðan sem hann kemur upprunalega. Valerio féll kylliflatur fyrir Íslandi þegar hann heimsótti landið fyrst árið 2001.

„Ég er fæddur í Napólí sem hefur að geyma mikla sögu og menningu og hefur haft djúp áhrif á líf mitt og starf. Fyrsta heimsókn mín til Íslands var árið 2001 og fékk ég þá tilfinningu að hér ætti ég heima. Árið 2012 ákvað ég að flytja til Íslands fyrir fullt og allt, skref sem markaði nýjan og spennandi áfanga í lífi mínu. Með miklu stolti fékk ég íslenskan ríkisborgararétt árið 2021,“ segir Valerio í samtali við Mannlíf.

Valerio gaf út fyrstu bókina sína fyrir nokkrum árum og hefur verið ansi duglegur síðan. 

„Ég skrifaði og gaf út fyrstu bókina mína árið 2018 og síðan þá hef ég skrifað 10 bækur frá skáldsögum, matreiðslubókum og barnasögu. Að auki skrifað ýmsa pistla. Ég hef því eignast breiðan lesendahóp bæði hérlendis og á Ítalíu.“

En Valerio er ekki aðeins rithöfundur, heldur hefur hann einnig lokið meistaranámi í lögfræði.

- Auglýsing -

„Til viðbótar við skrifin hef ég lokið meistaranámi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, reynslu sem hefur auðgað faglegan og persónulegan feril minn enn frekar.“

Eins og áður segir kemur glæný matreiðslubók eftir Valerio út í júlí en hún ber nafnið Matarvenjur Miðjarðarhafsins – suður ítalskar uppskriftir.


- Auglýsing -

„Eins og er er bókin í forsölu og hefur þegar náð miklum árangri, með yfir 50 seld eintök á örfáum dögum.“ 

En hver er uppáhalds réttur Valerio?

„Caprese salad og kolkrabba salad “insalata di polipo” á ítölsku.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -