Laugardagur 21. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Valgerður er eina atvinnukonan í boxi: „Verður þú að hafa stjórn á tilfinningunum þínum í hringnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Nýjasti gestur Arnórs og Gunnars í Alkastinu sem er í boði Þvottahússamsteypunar er engin önnur en Valgerður Guðsteinsdóttir; eina atvinnukonan í hnefaleikum á Íslandi í dag.
Valgerður, sem hefur keppt sem atvinnumanneskja í hnefaleikum í nokkur ár, er að horfa fram að á sinn stærsta bardaga fram að þessu við hina 32 ára gömlu Jordan Dobie. Dobie sem er í 19 sæti á heimslistanum yfir kvenkyns boxara í sínum þyngdarflokk og hefur unnið alla fjóra atvinnumannabardaga sína. Dobie hefur mikla reynslu af bardagaíþróttum og hefur meðal annars orðið heimsmeistari í Muay Thai. Það er því ljóst að Valgerði bíður mikil áskorun.

Valgerður segist aldrei hafa verið í betra formi og er ákveðin í að sigra í þessum bardaga. Frá því að hún byrjaði fyrst að boxa 19 ára gömul hefur hún breyst mikið sem boxari. Þá hafi hún á ákveðnum tímapunkti þurft að taka sjálfan sig alveg í gegn hvað varðar mataræðið þar sem hún fór að nota vörurnar frá Herbalife. Með auknum þroska fór hún einnig að huga meira að andlegri heilsu sem hún segir að sé alveg nauðsynlegt ef þú ætlar að ná langt sem boxari. Álagið sem fylgir bæði undirbúningnum sem og bardaganum sjálfum hverju sinni krefst þess að hausinn sé í lagi og að hægt sé að hugsa skýrt svo að viðbrögð og snerpa séu upp á tíu. Mikil sálfræði fylgir boxinu og beita andstæðingar allskonar aðferðum til að koma hvor úr öðrum úr jafnvægi.

Valgerður á æfingu.
Ljósmynd: Aðsend
Valgerður segist vera „natural burn pitbull“ í boxinu. Hún ræðst á viðfangsefnið eins og skriðdreki og hún segir að þegar hún sé í hringnum detti hún í hálfgert „zone“ þar sem tíminn hverfur og aðeins eitt komist að; sigur! Gunnar spurði hana hvort hún upplifi að verða keyrð áfram af heift eða reiði í bardögum og Valgerður sagði það vera algjört klúður ef svo gerist. Þá missir maður bæði einbeitingu og snerpu og öll þjálfunin fer út um gluggann. Hún segir að um sé að ræða íþrótt sem krefst alls af manni þar sem hugur og líkami verða að vinna saman sem ein heild til að ná árangri. „Þegar þú ert í bardaga þá verður þú að hafa stjórn á tilfinningunum þínum. Af hverju þú ferð þangað, hvað drífur þig áfram, það er annað. En að missa þig í reiði eða pirring eða einhverri heift, það eyðileggur bara fyrir þér.“
Spurð út hvort hún sé einhvern tíman hrædd um að slasa andstæðinginn alvarlega segist hún oft hafa hugsað um það og að hún geti í raun ekki með neinu móti ímyndað sér hvernig hún gæti lifað með því ef svo myndi gerast. Hún undirstrikar þó að báðir aðilar stíga inn í hringinn sem vel þjálfaðir atvinnumenn í toppformi og meðvitaðir um hættuna sem fylgir þessu sporti.
Talið barst að svefnvenjum og Gunnar spurði hana út svefnvörur. Valgerður hefur nýverið fest kaup á nýjum ullar svefndýnu og segir að hún hefði aldrei trúað hvað þetta breytti miklu fyrir hana. Nætursviti, höfuðverkir, stífað nef og bólgur hafi nánst horfið um leið og hún færði sig í yfir í náttúrulega dýnu. Hvíld og svefn sé lykilþáttur í allri endurheimt og hafi gríðarleg áhrif á frammistöðuna í hringnum í því samhengi.
Spurð út í hvar hún ætlar sér að verða eftir 5 ár segist Valgerður ætla að verða orðin heimsmeistari á þeim tíma í sínum þyngdarflokki. Hún er ákveðin og örugg um að það muni takast með yfirvegun, þrautseigju og þrotlausum æfingum. Arnór spurði Valgerði hvaða forsetaframbjóðanda hún myndi velja í bardaga ef hún þyrfti að velja og sagðist hún klárlega allan daginn vilja slást við Ásdísi Rán; þær myndu örugglega báðar hafa gaman af því.
Bardaginn milli Valgerðar og Jordan Dobie verður fer fram á föstudaginn 24 maí og á sér stað á bardagakvöldi hjá Unified Boxing Promotions og verður streymt í beinni á UFC Fightpass.
Valgerður segir mikin kostnað fylgja atvinnumennsku í hnefaleikum, sérstaklega þar sem atvinnu hnefaleikar eru bannaðir með lögum á Íslandi. Hún segir að með þrautseigju nái hún að rétt að halda í við kostnað en er sannfærð um að hún muni uppskera ríkulega fyrir allt sitt erfiði og sé rétt að byrja ferð sína upp heimslistann.
Þeir sem hafa áhuga á að styðja Valgerði geta haft samband í gegnum valgerdurstrongboxing@gmail.com eða í gegnum instagram: @valgerdurgud.

Þetta flotta viðtal við hina mögnuðu afreksmanneskju má heyra og sjá hér á spilaranum fyrir neðan en einnig má heyra öll viðtöl Alkastins á öllum streymisveitum eins og Spotify og auðvelt er að merkja við follow eða subsribe og fær maður þá tilkynningar í hvert skipti sem nýtt viðtal kemur út.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -