Söngvarinn Robbie Williams ráðleggur fólki með matareitrun að prumpa ekki.
Robbie Williams opnar sig á fleiri en einn máta í nýjum pósti á samfélagsmiðlum. Breski söngvarinn sló í gegn á 10. áratug seinustu aldar og varð svo einn af vinsælustu söngvurum heims þegar hann byrjaði sólóferil sinn. En í samfélagsmiðlapóstinum segir hann frá augnabliki sem gerðist á sviði þegar hann var í Take That.
„Ég var með matareitrun einu sinni þegar ég snéri aftur með Take That. Það var hræðilegt. Þetta var eins og dauði. Við þurftum því miður að aflýsa tónleikum í Danmörku út af því. Mér líður ennþá illa vegna þess.
En nokkrum dögum síðar vorum við að spila á tónleikum á heimavelli Ajax í Amsterdam. Ég var engan veginn tilbúinn til að fara á svið. Ég var í þeirri slæmu stöðu að geta ekki treyst prumpi. Sem er slæmt af því að það er það sem ég þurfti að gera í fyrsta laginu sem ég söng, Let Me Entertain You.
Eins og þið getið ímyndað ykkur þá reyndist þetta ekki vera einungis prump. En sem fagmaðurinn sem ég er þá hélt ég ró minni og gaf mig 100% í sönginn.“