Hópur veiðimanna fangaði á dögunum lengsta krókódíl (alligator) í heimi en dýrið náðist í Mississippi í Bandaríkjunum. Krókódíllinn var af tegundinni alligator en sú tegund er talsvert minni en crocodile. Fjórir heimamenn, þeir Donald Woods, Will Thomas, Joey Clark og Tanner White fönguðu karlkyns krókódílinn í Sunflower River sem rennur um vesturhluta Mississippi.
Kókódíllinn var 364 kíló og 4,3 metrar á lend en veiðitímabilið stendur yfir í viku á afmörkuðu svæði. Eins og sjá má á myndunum var krókódíllinn engin smá smíði en stærsta krókódílategundin er svokallaður saltvatns krókódíll. Til samanburðar er stærsti saltvatns krókódíll sem vitað er um 6,17 metrar á lengd og 1.075 kíló.