Föstudagur 25. október, 2024
6.9 C
Reykjavik

„Við þessi orð sturlaðist Eddi frændi og barði það sem eftir var úr líftóru þessa blaðamanns“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég þótti efnilegur ballett dansari á yngri árum og átti val. Fótbolti eða ballett. Þar sem mér var sagt að aðeins hommar ástunduðu ballett valdi ég fótbolta,“ skrifar Glúmur Baldvinsson á Fésbókarsíðu sinni.

Hann útskýrir að valið hafa verið auðvelt þar sem móðurbróðir hans, Ellert Schram, hafi verið í þá tíð besti fótboltamaður landsins. „Ég tók þann draum framyfir mömmu sem þá var prima donnan, ballerína Íslands.“ Eins og margir vita er Bryndís Schram ballerína og fyrrum fegurðardrotting Íslands, móðir Glúms.

Glúmur segir frá því þegar þau systkinin, Bryndís og Ellert voru boðið í viðtal við ónefnt dagblað í Múlunum í Reykjavík: „Þegar þau svifu upp tröppurnar gekk niður nokkuð drukkinn blaðamaður sem sagði:

„Já eruð þið nú mætt systkinin sem bara hafa vitið í fótunum.““

Glúmur lýsir viðbrögðum móðurbróður sínum svohljóðandi: „Við þessi orð sturlaðist Eddi frændi og barði það sem eftir var úr líftóru þessa blaðamanns. Blessuð sé minning hans
Eflaust verið vel meinandi maður.“

Hér má sjá færslu Glúms í heild:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -