Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Vill alls ekki að eiginkonan fái sér Botox: „Engin bað um að líta út eins og hnefaleikakappi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Eiginkona mín er mjög aðlaðandi 56 ára kona. Í mörg ár hefur hún viljað fara botox meðferðir. Undanfarið hefur hún talað meira um þetta vegna þess að henni finnst hún líkjast gamalli konu. Ég (og aðrir) halda áfram að segja henni hversu frábærlega hún lítur út, sérstaklega þegar hún klæðir sig upp,“ skrifar áhyggjufullur eiginmaður í dálknum Dear Abby á miðli New York Post. Þar geta lesendur sent inn spurningar og fengið við þeim svör.

Maðurinn heldur áfram: „Ég segi henni líka að botox sé skammtímaleiðrétting og að hún muni þurfa fleiri meðferðir. Að auki, með hverri meðferð, mun hún eiga það á hættu að glíma við hugsanleg vandamál vegna sýkinga, ofnæmisviðbragða eða læknisfræðilegra mistaka. Ég minni hana á meðferðirnar sem hafa farið úrskeiðis og að engin þessara kvenna fór til lækna sinna og bað um að líta út eins og hnefaleikakappi á eftirlaunum,“ skrifar maðurinn sem virðist ekki átta sig á hvers konar efni Botox sé.

„Á þessum tímapunkti hef ég áhyggjur af því að hún gæti verið þunglynd vegna öldrunar og vill gera eitthvað til að bæta útlit sitt, en ég stend í vegi hennar fyrir því. Ég elska hana alveg eins og hún er og ég vil ekki að hún geri neitt sem á endanum gæti valdið skaða. Fyrir mér væri það enn meira „þunglyndi“ að gera eitthvað skaðlegt sem ekki er hægt að leiðrétta. Endilega ráðleggið mér. — ELSKA hana EINS OG HÚN ER.“

Frú Abby svaraði áhyggjufulla manninum og sagði hann augljóslega elska konuna sína. „Þess vegna ættir þú að íhuga að skipuleggja fund fyrir ykkur báði hjá löggiltum húðsjúkdómalækni sem getur útskýrt ávinninginn og áhættuna af notkun Botox. Það gæti látið þig hafa minni áhyggjur. Þegar Botox er notað af lýtalækni er lítil hætta á slæmri niðurstöðu. Þó að þú hafir rétt fyrir þér að áhrifin vara aðeins í nokkra mánuði, er Botox vinsælt meðal kvenna á hennar aldri og þeirra sem eru enn yngri. Eini gallinn er sá að það er ekki ódýrt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -