Villi Neto sló óvænt í gegn á heimsvísu með TikTok-myndbandi í fyrradag.
Forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, sem er alls ekki sá vinsælasti í heimalandinu meðal almennings, gerði heiðarlega en hallærislega tilraun til að ná til pöpulsins á TikTok. Það gerði hann með því að taka upp svokallaðan dúett þar sem hann sagði „Ef þú býrð í Blyth eða í nálægð við Blyth, þá viltu heyra þetta,“ og síðan setur hann hendina fyrir myndavélina og þá á næsti að klára myndbandið. Slík myndbönd eru vinsæl á TikTok og það sama á við um myndband Sunak en ekki af sömu ástæðu og hann hélt. Myndbandið varð gríðarvinsælt (e. viral) en TikTok-notendur keppast nú við að bæta spaugilegum svörum við myndbandi forsætisráðherrans.
Okkar eiginn Vilhelm Neto eða Villi Neto, leikari og grínisti, er einn þeirra en deiling á myndbandi hans á X-samfélagsmiðlinum hefur fengið yfir tvær milljónir í áhorf. Í myndbandinu segir Villi orðrétt (þýtt yfir á íslensku): „Ég er ekki frá Blyth. Ég er frá Íslandi. Við heyrum að þú sért typpahaus. Typpahaus.“
Hér má sjá hið spaugilega myndband:
Rishi Sunak’s attempt at a video transition has made him viral on TikTok as people globally duet with him – here’s one from Iceland pic.twitter.com/5F3B3zSv39
— nazir afzal (@nazirafzal) October 12, 2023