Þriðjudagur 29. október, 2024
4.7 C
Reykjavik

Viltu vinna G-blettstitrara? – Glataðar ástir og misheppnuð stefnumót færa gott í kroppinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf efnir til smásagnakeppni í tilefni af nýjum hlaðvarpsþáttum.

Allir elska ást, en ástin er flókin, sóðaleg, berrassandi og oft og tíðum pínlega vonlaus.

Nýjasti hlaðvarpsþáttur Mannlífs ber heitið Glataðar ástir. Í þáttunum munu þau Lára Garðarsdóttir og Björgvin Gunnarsson fjalla um ástarsögur sem allar eiga það sameiginlegt að vera glataðar. Fjallað verður um misheppnuð stefnumót, vandræðalegar uppákomur í tilhugalífinu, sorgleg endalok ástarinnar og allt þar á milli.

Þrátt fyrir hafsjó af persónulegum sögum þáttastjórnenda af glötuðum ástum, leita þau til almennings og efna til smásagnakeppni. Smásögurnar þurfa að fjalla um misheppnuð atvik eða atburði er varða tilhuga- og ástalífið. Sagan verður að vera að minnsta kosti 400 orð. Þá verða sögurnar einnig að vera sannar. Mannlíf áskilur sér rétt til þess að fjalla um sögurnar í hlaðvarpsþáttunum, Glataðar ástir.

Fullnægjandi og lostafull verðlaun verða veitt fyrir þrjár glötuðustu ástarsögurnar.

Skilafrestur fyrir keppnina er 3. janúar 2024, svo nú er lag, kæru lesendur, að munda pennann og rifjið upp glataðar ástir úr lífi ykkar.

- Auglýsing -

Sögurnar skulu sendar á netfangið [email protected] merktar „Glötuð ást“.

Fullrar nafnleyndar er heitið sé þess óskað.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -