38 ára bandarískum karlmanni var vísað út úr flugvél fyrir að brjóta sóttvarnalög en hann notaði kvennmansnærföt í stað andlitsgrímu. Maðurinn segist vera andvígur grímunotkun og ekki skilja ástæðu þess að þurfa að bera grímu í flugi þar sem boðið er upp á mat og fólk taki reglulega niður grímurnar. Hann hafi ákveðið að sýna fram á það hversu fáránleg þessi regla er með því að nota nærföt í stað grímu.
Nokkrir farþegar flugsins stóðu með manninum og yfirgáfu flugvélina eftir að honum var vísað út. Maðurinn var settur í bann frá öllum flugum United Airlines, þar sem atvikið átti sér stað en hann hefur áður verið bannaður hjá Delta Airlines fyrir svipaðan gjörning.