- Auglýsing -
Vítalía Lazareva hefur í nógu að snúast þessa dagana en heldur hún úti Instagram-reikningi sem nefnist baksturvl. Þar lýsir hún sér sem „Áhuga-Vegan og Non vegan bakara,“ en svo virðist sem hún baki frá morgni til kvölds fyrir jólin. Á reikningnum má sjá alskyns gúmmelaði sem Vítalía töfrar fram meðal annars sörur, kanilsnúða og lakkrístoppa.
Vítalía dvaldi á Ítalíu í sumar og virðist dvölin svo sannarlega hafa gert henni gott. Þá hefur hún blómstrað við baksturinn og virðist áhugamál hennar vekja þó nokkra lukku meðal fylgjenda. Hún lætur ekki kyrrt við liggja í bakstrinum heldur pakkar hún bakkelsinu einnig inn.