Sunnudagur 8. september, 2024
8.5 C
Reykjavik

Whoopi Goldberg dreifði ösku móður sinnar í Disneylandi: „Enginn ætti að gera þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Whoopi Goldberg opinberaði nýlega sjokkerandi upplýsingar um það hvað hún gerði við ösku móður sinnar.

Leikkonan og þáttastjórnandinn Whoopi Goldberg (68), var nýverið í viðtali í þættinum Late Night With Seth Meyers en þar kom hún með nokkuð sjokkerandi upplýsingar. Sagði hún frá því hvernig hún hafi dreift ösku móður sinnar í Disneyland-skemmtigarðinum í Anaheim, Kaliforníu. Móðir hennar, Emma Harris, lést eftir heilablóðfall árið 2010.

„Enginn ætti að gera þetta,“ varaði Goldberg áhorfendur. „Ekki gera þetta.“

Leikkonan skemmtilega útskýri að hún hefði dreift öskunni í skemmtigarðinum vegna þess að mamma hennar „elskaði Disneyland“.

„Þegar ég var krakki var heimssýningin (e. World´s fair) hér og það var kynningin á Small World,“ sagði hún. Hin löngu ástsæla It’s a Small World skemmtiatriði var fyrst kynnt á heimssýningunni í New York 1964-1965 og síðar flutt til Disneyland, þar sem það opnaði í maí 1966.

„Hún elskaði Small World,“ sagði Goldberg um móður sína.

- Auglýsing -

Sister Act leikkonan sagði að hún myndi „af og til“ taka upp smá ösku á meðan hún var á ferð og þykjast hósta hátt og láta eins og hún væri kvefuð.

„Ég myndi segja: „Guð minn góður, þetta kvef versnar og versnar,“ sagði hún í gríni. „Síðan komum við að blómunum þar sem stendur „Disneyland“ og ég sagði „Ó, sjáðu þetta,“ hélt hún áfram.

Stuttu síðar hugsaði Goldberg betur um ákvörðun sína og upplýsti yfirmenn garðsins um hvað hún hefði gert.

- Auglýsing -

„Ég vildi vera viss um að ég hefði ekki gert eitthvað sem væri hættulegt,“ viðurkenndi hún. „Það hafði ekki hvarflað að mér, en það er ástæða fyrir því að þeir vilja ekki að aska bara fljóti um.“

Goldberg segir frá þessari sögu og mörgum öðrum í endurminningum sínum, Bits and Pieces: My Mother, My Brother, and Me, sem kom út í maí. Bróðir hennar, Clyde, lést árið 2015 af völdum æðagúls í heila.

„Þetta er í raun ástarbréf til foreldra minna og fólksins sem ól mig upp til að vera – elskaðu mig eða hataðu mig – þau ólu mig upp til að vera nokkuð almennileg manneskja,“ sagði hún við gestgjafann Seth Meyers. „Ég er ekki alltaf almennileg, ekki alltaf, en oftast.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -