Föstudagur 25. október, 2024
3.2 C
Reykjavik

Bjórland býður upp á frumlegt jóladagatal – 24 bjórar frá 22 brugghúsum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjórland er vefverslun þar sem hægt er að panta íslenskan handverksbjór en fyrirtækið sérhæfir sig í handverskbjórum frá litlu brugghúsunum, alls staðar af landinu.

Bjórland er fyrsta einkarekna vefverslunin sem opnaði fyrir áfengissölu á netinu. „Við opnuðum 2020, í miðju Covid og þegar við ætluðum að selja inn á veitingastaði, var okkur sagt að heimurinn væri að fara að enda og að við gætum ekki selt þangað,“ segir Þórgnýr Thoroddsen, einn af eigendum Bjórlands í samtali við Mannlíf. „En við vorum búnir að fjárfesta í bjór og þurftum að koma honum út þannig að við réðumst í það að selja hann á netinu. Við hugsuðum með okkur að annað hvort gætum við bara lokað þessum bissness eða gert þetta.“

Fyrirtækið fer ansi frumlegar leiðir í að koma bjór til fólks en til að mynda er boðið upp á áskrifarpakka. „Þar sendum við bjór til bjóráhugafólks sem vill fá allt það nýjasta og ferskasta hverju sinni,“ segir Þórgnýr. „Við erum með eitthvað um 22 brugghús á okkar snærum út um allt land. Brugghúsin eru stundum að senda okkur bjóra sem jafnvel fara ekki í sölu annars staðar. Þau eru kannski að selja bjórinn á kútum en bara í flöskum og dósum hjá okkur.“ Hægt er að velja um þrjár stærðir í bjóráskriftinni. Minnsti pakkinn er með að meðaltali átta til níu bjóra, miðstærðin inniheldur á milli 16 og 17 bjóra og sá stærsti er í kringum 21, 22 bjóra, sem fólk fær í hverjum mánuði. „Við köllum pakkana almennan borgara, góðborgara og stórborgara. Það er stéttarskipting í Bjórlandi,“ segir Þórgnýr og hlær og bætir svo við: „Við förum ekkert leynt með það.“

En nú er að koma jól og Bjórland lætur ekki sitt eftir liggja í jólaæðinu sem grípur landann gjarnann um þessar mundir, en hægt er að kaupa bjór jóladagatal hjá fyrirtækinu. „Þetta eru sem sagt 24 bjórar frá 22 brugghúsum og svo fylgir dagatalinu bæklingum með smávægilegum upplýsingum um bjórinn eða brugghúsið,“ segir Þórgnýr og heldur áfram. „Við höfum sem sagt raðað í röð sem ætti að stemma nokkuð vel yfir allan mánuðinn. Og þetta er bjór af öllum tegundum, allt frá lagerum og yfir í súrbjóra, stout og rauðöl og ég veit ekki hvað og hvað. Og IPA.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -