Sunnudagur 29. desember, 2024
-8.2 C
Reykjavik

„Fólk verður hissa að heyra að átröskun er sjúkdómur, en ekki bara leti og græðgi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

María Dís Eyþórsdóttir, sem er 27 ára gömul, barðist við lotugræðgi í fjölda ára eftir áfall sem hún varð fyrir í æsku. Fyrir sex árum síðan fann hún styrk til að takast á við áfallið og lotugræðgina, byrjaði hjá sálfræðingi og að æfa með einkaþjálfara. Í dag er hún hraust og hamingjusöm, er að læra einkaþjálfarann og er fullviss um að reynsla hennar sjálfrar af átröskunarsjúkdómi mun nýtast í því starfi. Í pistli sem María Dís skrifaði lýsir hún reynslu sinni.

„Ég varð fyrir áfalli í æsku sem orsakaði binge eating disorder eða lotugræðgi eins og það heitir á Íslensku. Ég þurfti að vera búin að plana það sem ég ætlaði að borða þann daginn sem ég ætlaði að „detta í það“ ég var búin að ákveða magn og hvað nákvæmlega það átti að vera, og ég fann fyrir miklum kvíða að hugsa til þess: „hvað ef það sem ég ætlaði að borða væri ekki til í búðinni?,“ segir María Dís.

Á þessum tíma bjó María Dís út á landi í litlu samfélagi og það voru bara nokkrar búðir sem voru í boði og þetta vafðist mikið fyrir henni eins og hún segir.

„Þegar ég „datt“ svona í það þá erum við ekkert að tala um einn snakk poka eða einn snúð, við erum að tala um að ég keypti mat eins og ég væri að fara að halda veislu og ég borðaði það allt ein á nokkrum klukkutímum og svo lá ég bara í móki eins og ég væri í vímu. Þetta snérist allt um að borða tilfinningarnar. Ég gat ekki tekist á við tilfinningarnar mínar svo ég fann aðra leið til þess að fá útrás.“

Mynd / Aðsend

Borðaði í laumi og faldi matarumbúðir

„Ég borðaði allt í laumi, ég bjó í foreldrahúsi á þessum tíma og ég þorði ekki að henda umbúðunum af matnum í heimilisruslið svo ég faldi það út um allt inn í herberginu mínu. Ofan í öllum skúffum, undir rúmi, milli rúms og dýnu. Skömmin var svo mikil sem fylgdi þessu,“ segir María Dís.

- Auglýsing -

„Ég gat falið allar umbúðirnar af matnum en það sást á líkamanum mínum að ekki væri allt í lagi, ég fitnaði hratt og mikið, ég var orðin 150 kg og ég var í miklum áhættu hóp að fá áunna sykursýki, ég var með alltof háan blóðþrýsting, ég var mjög þunglynd og með mjög svo brotna sjálfsmynd.

Ég hafði enga sjálfstjórn, mér fannst ég vera búin að missa stjórn á eigin lífi.

Ég var alveg komin á botninn, stundum þegar ég borðaði alltof mikið þá lét ég mig gubba, og ég man svo vel eftir því hvað mér fannst það gott, á einhvern sjúkan hátt þá veitti það mér huggun.

- Auglýsing -

Ég vissi ekki að þetta væri átröskun og fannst ég vera ein.“

Mynd / Aðsend

Það er von

Árið 2014 flutti María Dís til Reykjavík og fann þá styrk til þess að leita sér aðstoðar, fór til sálfræðings og hóf þjálfun hjá einkaþjálfara.

„Það er mikilvægt að tækla andlegu og líkamlegu hliðina saman,

Það tók við gríðarleg sjálfsvinna, hjá sálfræðingnum þurfti ég að grafa langt til að finna rót vandans og hjá einkaþjálfaranum þurfti ég að takast á við og ná aftur tökum á mataræðinu, ég þurfti sjálf að læra að eiga gott samband við mat,“ segir María Dís.

„Mér fannst erfitt þegar þjálfarinn skildi ekki af hverju ég gæti ekki bara sleppt þvi að borða þessar samlokur sem mér langaði að borða, af hverju það væri svona erfitt fyrir mig og veitti mér svona mikla vanlíðan að geta ekki borðað þessar fjórar samlokur sem mig langaði að borða. Það er mjög skiljanlegt að sá sem ekki hefur gengið í gegnum átröskun sjálfur á eðlilega erfitt með að skilja svona hluti. Þar sem ekki mikið er talað um þennan sjúkdóm yfirhöfuð og ekki margir sem vita af honum,“ segir María Dís.

„Enda hef ég alveg mjög greinilega orðið vör við það sjálf að þegar ég hef verið að tala við fólk í gegnum tíðina um þennan sjúkdóm að þá hefur fólk frekar verið hissa að heyra að þetta sé sjúkdómur, en ekki bara leti og græðgi.

Mynd / Aðsend

Það tók langan tíma fyrir mig að eiga venjulegt samband við mat, ég missteig mig oft á leiðinni en stóð þó alltaf aftur upp. Við lærum og lifum og sérstaklega í sambandi við þetta, matur er eitthvað sem við þurfum til að lifa.

Í dag eru liðin sex ár síðan ég leitaði mér aðstoðar og ég verð þessum konum ævinlega þakklát fyrir allan þann lærdóm sem þær kenndu mér. Ég er í námi að læra að verða einkaþjálfari og ég veit að þessi lífsreynsla sem ég hef mun nýtast mér vel í því starfi,“ segir María Dís.

Mynd / Aðsend

Mantra Maríu Dísar er: Við borðum til að lifa en lifum ekki til að borða.

Mynd / Aðsend

María Dís er á Instagram.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -