Laugardagur 28. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Bob Dylan sendir frá sér nýtt lag – fyrsta frumsamda lagið í átta ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Goðsögnin og Nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan kom aðdáendum sínum rækilega á óvart í nótt þegar hann póstaði glænýju frumsömdu lagi á Twitter-prófílinn sinn. Lagið heitir Murder Most Foul og er sautján mínútna löng ballaða þar sem textinn fjallar um morðið á John F. Kennedy  bandaríkjaforseta í Dallas í nóvember 1963 og hnignun Bandaríkjanna síðan þá.

Dylan lýsir í textanum morðinu á Kennedy í sterkum orðum, talar um hann sem fórnarlamb leitt til slátrunar og segir að hann hafi verið skotinn eins og hund um hábjartan dag. Hann talar um tónlistina sem eina ljós Bandaríkjanna í því myrkri sem morðinu hafi fylgt og í textanum er vísað til Bítlanna, Woodstock-hátíðarinnar, Charlie Parker, Eagles og Stevie Nicks, svo eitthvað sé nefnt.

Í skilaboðunum sem fylgdu laginu á Twitter vísar Dylan undir rós til kórónaveirufaraldursins, þakkar aðdáendum sínum fyrir stuðning og tryggð í gegnum árin og klikkir út með að segja: „Þetta er óútgefið lag sem við tókum upp fyrir töluverðu síðan sem þið gætuð haft áhuga á. Verið örugg, verið árvökul og megi Guð fylgja ykkur.“

Dylan hlaut eins og kunnugt er Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2016, fyrstur dægurlagatextahöfunda en hann gaf síðast út frumsamda tónlist á plötunni Tempest árið 2012.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -