Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur fram til þessa verið lítt umdeildur og búið við öryggi á vinnustað sínum í Karphúsinu. Nú hefur orðið breyting á ef marka má frásögn Moggans. Sáttasemjari hefur fengið lítt dulbúnar hótanir og sætt illmælgi á samfélagsmiðlum í kjölfar þesss að hann lagði fram miðlunartillögu í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Frænka hans, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur lýst honum sem lögbrjóti og bergmálshellir Eflingar tekur undir ávirðingarnar. Alvaran í ummælum nettröllanna þykir vera slík að ástæða sé til að óttast um öryggi Aðalsteins. Allt logar nú í málaferlum vegna verkfallsboðana Eflingar og tilraunar Aðalsteins til að sætta stríðandi öfl.
Mogginn segir frá því að öryggisrástafanir hafi verið teknar upp Karphúsinu í því skyni að verja Aðalstein og þá væntanlega annað starfsfólk í Karphúsinu gegn þeirri ógn sem steðjar að sáttasemjara …