- Auglýsing -
Heiða Björg Hilmisdóttir vann sannfærandi sigur í varaformannskjöri Samfylkingar þegar hún lagði mótframbjóðanda sinn, Helgu Völu Helgadóttur alþingismann, með 60 prósentum atkvæða á landsfundi Samfylkingar. Heiða Björg varði stöðu sína innan flokksins og á greiða leið inn á Alþingi ef hún vill. Niðurstaðan veikir aftur á móti Helgu Völu sem situr uppi með það að hafa lagt upp í vegferð sem tapaðist og efnt að óþörfu til sundurslyndis í flokknum. Fyrir kjörið þótti Helga Vala vera til alls líkleg á hinu pólitíska sviði en nú er staðan allt önnur …