Margir urðu fyrir áfalli þegar greint var frá því á Mannlífi í gærkvöld að Sólveig Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefði sagt af sér vegna yfirlýsingar starfsfólks félagsins um brot hennar á kjarasamningum í samskiptum við starfsfólk félagsins. Sólveig hefur staðið í framlínu íslensks verkafólks og barist með oddi og egg fyrir réttindum þess. Mörgum hefur þótt hún vera of árásarhneigð í garð kapítalistanna sem hún hefur miskunnarlaust barið með svipu réttlætisins. Þeim sömu líkar ekki að verkalýðshreyfingin berjist af slíkri hörku. Þessu fólki er nú létt þegar líkur eru á því að skrifstofublækurnar taki aftur völdin og starf verkalýðsfélagsins verði fyrst og fremst að innheimta félagsgjöld og úthluta sumarbústöðum …