Fimmtudagur 2. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Afturbatapíkur VG

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landsfundur Vinstri-grænna er um margt kostulegur eftir endurkjör forystunnar. Flokkurinn er í útrýmingarhættu vegna samstarfs og undanlátssemi við Sjálfstæðisflokkinn undanfarin sjö ár. Dauðasiglingin hefur verið í boði Svandísar Svavarsdóttir og Guðmundar Inga Guðbrandssonar sem hafa nú hafa verið kjörin sem formaður og varaformaður flokksins. Katrín Jakobsdóttir náði að stökkva frá borði þegar skútan var komin á hliðina og ríkisstjórnin lifandi dauð.

Svandís formaður segist nú vera í miklu stuði til að stöðva Sjálfstæðísflokkinn eftir sjö ár í fleti kapítalistanna. Halldór Kiljan talaði um afturbatapíkur á sínum tíma en þar var um að ræða konur sem gátu endurheimt meydóm sinn sjö árum eftir að hafa látið fallerast. VG er í þeirri stöðu og grasrótin fagnar endurheimt hreinleikans.

Svandís, sem átt hefur marga góða spretti í gegum tíðina, fór vítt og breitt um sviðið í ræðu sinni sem nýkjörinn formaður og ætlar nú að stöðva hægrið illa. Henni varð tíðrætt um áætlanir auðvaldsins, peningaafla og þeirra sem vilja gefa einkafjármagni lausan tauminn. „Þegar hægrið fær að ráða ferðinni óheft og án alls taumhalds fer illa fyrir kerfunum okkar, það grefur undan almannaþjónustunni og lætur greipar sópa um auðlindirnar okkar,“ sagði Svandís og biður flokki sínum lífs.

Síðustu mælingar benda til þess að um þrjú prósent kjósenda vilji leggja atkvæði sitt við Vinstri græna.

Í dag verður kosið um tillögu nokkurra úr grasrótinni sem krefjast stjórnarslita strax. Búist er við að tillagan verði felld fyrir tilstilli nýja formannsins og Svandís og Guðmundur dansi við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra út veturinn. Vandinn kann aftur á móti að vera sá að svartur á leik og VG er ekki einrátt um samstarfið …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -